Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur veitt flugvélaframleiðandananum Boeing leyfi til að flytja út ákveðna varahluti til Íran. Engin viðskipti hafa átt sér stað á milli Boing og yfirvalda í Teheran frá árinu 1979. Íranir hafa haldið áfram að fljúga vélum sem voru keyptar fyrir þann tíma en þetta leyfi er veitt til að tryggja betur öryggi í flugi. Um er að ræða skref í tímabundnum samningi þar sem dregið er úr viðskiptahindrunum gagnvart Íran. Fjallað er um málið á vef BBC.

Samið var í nóvember um að Íran myndi hætta starfsemi tengdri kjarnorku í sex mánuði í skiptum fyrir að dregið væri úr hindrunum og aðgerðum gegn Íran af hálfu Breta, Kína og Bandaríkjanna.

General Electric mun sjá um að yfirfara 18 flugvélar sem voru seldar til Íran á áttunda áratugnum.  Þess má geta að árið 1979 voru 52 Bandaríkjamenn teknir í gíslingu í Teheran í 444 daga. Íranir segja að aðgerðir sem þjóðir hafa gripið til eftir það hafa komið í veg fyrir að þeir geti uppfært flugflota sinn og því minnkað öryggi í flugi. Yfir 200 slys hafa átt sér stað á undanförnum 25 árum tengd írönskum flugvélum.