Hlutabréfaverð flugvélaframleiðandans Boeing hefur hækkað um 8,12% eftir að fyrirtækið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Félagið hagnaðist um 1,76 milljarða dollara á tímabilinu samanborið við 234 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust þó saman um 8,1% og námu 22,74 milljörðum dollara á tímabilinu.

Það sem vekur þó helst athygli í uppgjöri Boeing er að handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam rétt tæpum fimm milljörðum dollara. Fór handbært fé langt fram úr björtustu vonum greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir að handbært fé á tímabilinu yrði 2,5 milljarðar.

Í samtali við Reuters fréttastofuna segir Robert Stallard, greinandi hjá greiningarfyrirtækinu Vertical Research að sjóðsstreymi félagsins hafi verið risavaxið á tímabilinu. „Afkoman á tímabilinu var eins fullkomin og hún gat orðið fyrir Boeing," sagði Stellard.

Gengi hlutabréfa Boeing stendur nú 229,71 dollurum á hlut. Hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 47,13% frá áramótum.