Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing á síðasta ársfjórðungi dróst saman um þriðjung frá sama tíma í fyrra og nam hann nú 1,11 milljörðum dala. Fjárhæðin jafngildir um 150 milljörðum íslenskra króna. Reuters greinir frá uppgjörinu.

Þrátt fyrir að hagnaðurinn hafi dregist saman milli ára var hann nokkru meiri en greiningaraðilar bjuggust við. Tekjur Boeing jukust um 11% á milli ára og námu nú 24,54 milljörðum, en fyrirtækið seldi 197 flugvélar á tímabilinu sem er meira en nokkru sinni fyrr.

Gengi hlutabréfa í Boeing hækkaði um 1,5% eftir birtingu uppgjörsins.