Forstjóri flugvélaframleiðandans Boeing segir það vera mikla áskorun fyrir fyrirtækið að koma 737 MAX vélunum aftur í notkun eftir að þær hafi verið kyrrettar í svo langan tíma. Frá þessu er greint á vef Wall Street Journal .

Annar talsmaður flugfélagsins sagði að það væri undir stjórnmálamönnum komið hvenær MAX vélarnar snúi aftur. Í samtali við Wall Street Journal gat forstjóri Boeing ekki sagt til um hvenær stjórnvöld muni gefa MAX vélunum grænt ljós.

„Við munum þurfa að vinna okkur inn traust farþega að nýju," sagði forstjórinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi að það yrði ekki auðvelt að sannfæra farþega um að fara um borð í MAX vélar að nýju.

Undanfarnar tvær vikur hefur Boeing unnið að því að undirbúa endurkomu MAX vélanna. Talsmaður Boeing segist vera vongóður með að stjórnmálamenn bíði ekki of lengi með að heimila MAX vélunum að fljúga að nýju.