Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur keypt ráðandi hlut í Embraer, sem er brasilískur flugvélaframleiðandi. Talið er að Boeing greiði 3,8 milljarða dollara fyrir 80% hlut í Embraer, en fyrirtækið var verðmetið á 4,75 milljarða dollara í viðskiptunum.

Hlutabréfaverð Embraer féll um 5,8% í New York og tæp 10% í Sao Paulo í kjölfar kaupanna, þar sem að kaupverðið var lægra en fjárfestar höfðu vonast eftir.

Þessi viðskipti eru talin verða til þess að Boeing verði leiðandi fyrirtæki á markaði fyrir litlar farþegaflugvélar.

Airbus, sem er helsti keppinautur Boeing, keypti nýverið hlut í flugvélaframleiðandanum Bombardier, sem rétt eins og Embraer leggja áherslu á framleiðslu á litlum farþegaflugvélum. Því er talið að þessi viðskipti Boeing sé svar við þeirri aðgerð Airbus.