Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lækkað langtíma framleiðsluspá sína og gerir nú ráð fyrir því að framleiða 29 þúsund vélar á næstu tveimur áratugum í stað 29.400 véla eins og gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins í fyrra.

Félagið gerir hins vegar ráð fyrir svipuðum tekjum á sama tíma, um 3.200 milljörðum dala þar sem kostnaður við framleiðslu hverjar vélar hefur farið hækkandi og söluvirði þeirra eftir því.

Eins og áður hefur verið fjallað um hefur flugiðnaðurinn staðið í ströngu á síðustu árum og í raun má rekja vandræði hans til ársins 2001 en aðeins einu sinni, árið 2007, síðan þá hafa flugfélög sýnt fram á hagnað á heimsvísu.

Pöntun nýrra véla tekur eins og gefur að skilja mið af því og síðustu mánuði hefur verið nokkuð um að flugfélög séu að fresta pöntunum á vélum.