Icelandair á sex Boeing Max-flugvélar. Eins og flestir vita þá voru allar vélar af þessari gerð kyrrsettar fyrir tæpum tveimur árum eða í mars 2019. Var það gert eftir að tvær Max-vélar, annars vegar frá Ethiopian Airlines og hins vegar Lion Air , hröpuðu með þeim afleiðingum að 346 létust. Tengdust flugslysin bilun í svokölluðu MCAS -kerfi ( Maneuvering Characteristics Augmentation System ).

Nú tæpum tveimur árum seinna hefur Boeing lagfært gallann í sjálfstýringarbúnaðinum. Eftir viðamiklar prófanir á vélunum hefur Flugöryggisstofnun Evrópu aflétt kyrrsetningu vélanna, sem og flugmálayfirvöld í Bretlandi. Var þetta kunngjört í lok janúar. Áður höfðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum aflétt kyrrsetningu. Á svipuðum tíma og banninu var aflétt í Evrópu birti BBC frétt þar sem fyrrverandi yfirmaður í verksmiðju Boeing í Seattle , Ed Pierson , lýsti enn yfir áhyggjum af öryggismálum. Vísuðu yfirmenn Boeing gagnrýninni á bug.

Um síðustu helgi komu tvær af Boeing Max-vélum Icelandair til Íslands en vélarnar hafa verið geymdar á Spáni síðastliðið eitt og hálft ár.

Icelandair birti um áramótin stutt myndband á Youtube, þar sem útskýrt er á einfaldan hátt hvaða breytingar hafa verið gerðar á MCAS -kerfinu: