Boeing flugvélaframleiðandi tilkynnti í gær að Hong Kong Airlines hafi pantað 43 flugvélar, þar af 32 af gerðinni 787 og 6 af gerðinni 777. Að auki mun Air China kaupa 5 747-8 flugvélar.

Er það í fyrsta sinn í meira en ár sem Boeing selur slíka vél. Skrifað var undir samninga í Hong Kong í dag.

Í frétt Bloomberg kemur fram að virði samninganna samkvæmt listaverði vélanna er um 10 milljarðar dala. Eftirspurn í Kína og öðrum ríkjum Asíu er Boeing og Airbus afar mikilvæg. Talið er að fjöldi flugfarþega muni aukast um 69% í Kína fyrir árið 2015.