*

sunnudagur, 16. maí 2021
Erlent 22. júní 2017 17:58

Boeing sigraði kapphlaupið í París

Boeing tók við 245 fleiri pöntunum en Airbus á flugsýningunni í París sem fór fram um síðastliðna helgi.

Ritstjórn
epa

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tók við 571 pöntun á flugvélum á flugsýningunni í París sem fram fór á dögunum. Skákuðu þeir þar með evrópska keppinaut sínum Airbus sem tók 326 pöntunum á sýningunni. Verðmæti pantanna Boeing er metið á 74,8 milljarða dollara meðan pantanir Airbus er metnar á rétt tæplega 40 milljarða dollara.

Boeing seldi 147 af nýju 737 MAX 10 vélum fyrirtækisins auk þess sem 214 pöntunum var breytt yfir í nýju vélina. Boeing 737 MAX 10 vélin var kynnt í fyrsta sinn á sýningunni.

Ihssane Mounir, yfirmaður sölu og markaðssviðs Boeing sagði að nýja MAX vélin hafi stolið senunni á sýningunni. Sagði hann jafnframt að sýningin í París hafi verið ein sú best heppnaða í langan tíma.

Stikkorð: Boeing Airbus