Flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði ársfjórðungsniðurstöðum sem stóðu fram úr vonum. Hagnaður fyrir fjórðunginn var 2,6 milljarðar dala, eða 2,52 dalir á hlut, en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir 2,2 dölum. Það er 13% aukning miðað við væntingar.

Vegna þessa áætlar Boeing að árshagnaður á hlut verði um 7,95 - 8,15 dalir, sem er hækkun frá fyrra mati, 7,7 - 7,9 dalir á hlut.

Greinendur segja þessar niðurstöður sýna fram á að verksmiðjur Boeing séu vel smurðar og dæli út flugvélum hratt og með skilvirkni. Einnig reyndist framleiðslukostnaður á nýrri 787 þotu fyrirtækisins enn lægri en áætlað var. Þotan er smíðuð algerlega úr samsettum efnum, og er fyrsta þotan sem er byggð á þann máta.