Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 1,36 milljarða dala hagnaði á þriðja ársfjórðungi, andvirði ríflega 160 milljarða dala, sem er 18% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Hagnaður á hlut, að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar, var um 2,14 dalir en spár gerðu að meðaltali ráð fyrir 1,95 dala hagnaði á hlut.

Ástæða velgengninnar er stóraukin þotukaup flugfélaga, en sem dæmi má nefna að nýjar pantanir voru 501 talsins á fyrsta fjórðungi ársins og eru nú 5.500 vélar á pantanabók félagsins og virði hennar um 430 milljarðar dala.

Það sem af er árinu hefur Boeing framleitt 528 nýjar vélar, samanborið við 476 vélar á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.