Tap bandaríska flugvélaframleiðandans á fjórða ársfjórðungi nam alls um 56 milljónum Bandaíkjadala eða um 8 centum á hvern hlut samanborið við hagnað upp á 1,03 milljarða dala eða 1,36 dali á hvern hlut á sama tíma árið áður.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tapið megi rekja til verkfalls starfsmanna í september síðastliðnum auk þess sem tafir á afhendingu 787 Dreamliner og nýrri 747 júmbóþotu hafi kostað félagið talsverðar upphæðir.

Vegna tafa á afhendingu 787 Dreamliner lækkaði félagið einnig afkomuspá sína fyrir ári í ár og reiknar með hagnaði upp á 5,05 – 5,35 dali á hvern hlut en greiningaraðilar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir 5,74 dala hagnað á hvern hlut.