Boeing hefur ráðlagt flugmálayfirvöldum að kyrrsetja Boeing 777 flugvélarnar eftir hreyfilbilun í vél United Airlines í gær. Flugvélaframleiðandinn hefur kallað eftir að allar 128 vélar af þessari gerð með Pratt & Whitney 4000 hreyflum verði kyrrsettar. BBC segir frá.

Vél United, sem innihélt 231 farþega á leið til Honolulu frá Denver, neyddist til snúa við skömmu eftir brottför vegna bilunar í hreyfli. Enginn farþegi slasaðist. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna (FAA) hafa staðfest að brak úr vélinni hafi fallið til jarðar í Colorado.

„Á meðan rannsókn stendur yfir, mælum við með að kyrrsetja 69 vélar af sem eru í notkun og 59 í geymslu af gerðinni 777 sem eru knúnar af Pratt & Whitney 4000-112 hreyflum,“ segir í tilkynningu Boeing.

United Airlines hefur lagt 62 flugvélum til hliðar og þá hefur Korean Air einnig kyrrsett sex 777 flugvélar. Enn á eftir að formlega leggja til hliðar aðrar 59 vélar af 777 gerðinni.