*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 11. ágúst 2017 12:22

Bogi eykur við hlut sinn í Icelandair

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group, keypti í félaginu fyrir 10,6 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group, keypti 750 þúsund hluti í fyrirtækinu fyrr í dag á genginu 14,1 krónur á hlut. Samtals nema viðskiptin því 10.575.000 krónum. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar. 

Hann á því nú 1.750.000 hluti í félaginu eftir viðskiptin og nemur virði hluts Boga í félaginu 24,7 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. 

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 0,7% það sem af er degi í 284,4 milljón króna viðskiptum. Á síðasta mánuði hefur gengi þeirra lækkað um 10,41%, frá áramótum hefur gengið lækkað um 38%. 

Stikkorð: Icelandair kaupir Bogi Nils
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is