*

föstudagur, 5. mars 2021
Fólk 15. maí 2020 13:20

Bogi Molby hefur störf hjá Lind

Bogi Molby Pétursson löggiltur fasteignasali færir sig til Lind fasteignasölu.

Ritstjórn
Bogi Molby Pétursson
Aðsend mynd

Bogi Molby hefur verið í fasteignabransanum síðan árið 1998. Hann hóf feril í sinn í geiranum hjá Valhöll fasteignasölu. Þaðan fór hann til Heimila fasteignasölu og hefur nú störf hjá fasteignasölunni Lind. Bogi hefur einnig starfað áður sem barna- og framhaldsskólakennari með íþróttir sem sérgrein. 

„Það er gríðarlegur fengur að fá Boga til liðs við okkur“ er haft eftir Hannesi Steindórssyni, meðeiganda Lind fasteignasölu. „Það er ekki á hverjum degi sem svona reynsluboltar færa sig.“