*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Fólk 22. september 2008 16:06

Bogi Nils Bogason ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group

Ritstjórn

Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group og tekur til starfa 10. október næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandir Group.

Bogi Nils Bogason var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1993-2004. Hann var framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group á árunum 2004-2006 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital frá ársbyrjun 2007.

Bogi Nils er fæddur árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvæntur Björk Unnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú börn.

Í tilkynningunni kemur fram að Hlynur Elísson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, mun hverfa til annarra starfa innan félagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is