Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu í dag. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Flögu undanfarið og nýr forstjóri verið ráðin að félaginu. Einnig verður rætt við Boga um útrás íslenskra fyrirtækja erlendis en hann er fyrrverandi formaður Verslunarráðs Íslands.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Sigurð B. Stefánsson, fyrrum forstöðumann Eignastýringar Íslandsbanka, en hann undirbýr nú stofnun vogunarsjóðs sem hefur fengið heitið Reykjavík Global Hedge Fund. Sigurður segir frá því hvað býr að baki stofnunar slíks sjóðs en hann þekkir öðrum mönnum betur þróun hlutabréfamarkaða, hér sem erlendis.