Bogi Þór Siguroddsson hefur keypt allt hlutafé í Sindra-Stáli hf. Kauptilboðið, sem stjórn Sindra samþykkti, er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun en búið er að tryggja fjármögnun kaupanna.

Áætluð velta Sindra ?Stáls hf. á árinu 2005 er um 1,8 milljarðar króna. Félagið var stofnað 1949 og flytur inn stál, málma , byggingarvörur, festingarvörur, vélar og verkfæri. Auk þess rekur félagið verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri sem og á Austurlandi undir heitinu Sindri-KHB í samstarfi við Kaupfélag Héraðsbúa.

Ráðgjafi Boga við kaupin er Fjárfestingafélag Sparisjóðanna og ráðgjafi stjórnar Sindra er Deloitte Touche.