Eignarhaldsfélagið Stofn, sem er í eigu Boga Pálssonar, stjórnarformanns Flögu Group, hefur keypt í félaginu fyrir 85,7 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Félagið á þar með hlut  5,04% en áður átti það ekkert í félaginu.

Um er að ræða 36.320.000 hluti á genginu 2,36. Fjöldi hluta í eigu aðila fjárhagslegra tendra Boga eru 74.105.000.

Í dag var einnig tilkynnt um að David Bake, forstjóri Flögu Group, hafi keypt í félaginu fyrir 6,8 milljónir króna og að Rósa Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flögu Group, hafi keypt fyrir um 3,1 milljón króna í félaginu.

Þau viðskipti fóru einnig fram á genginu 2,36.

Gengi Flögu Group hefur hækkað um 9,79% það sem af er degi og nemur veltan með bréfin 110,8 milljónum króna. Gengið bréfanna er nú 2,58 krónu á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Exista B.V. er stærsti hluthafi Flögu Group með 21,68%, samkvæmt hluthafaskrá, Kaupþing banki er með 18,05% hlut og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 eru með 11,31%.