Pétur Blöndal hefur störf sem framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, í næsta mánuði. Hann tekur við starfinu af Þorsteini Víglundssyni. Pétur hefur lengi starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og var ritstjóri Sunnudagsmoggans frá 2009 til 2012.

Samhliða blaðamennskunni hefur hann sinnt margvíslegum ritstörfum öðrum, meðal annars í samstarfi við ljósmyndarana Kristin Ingvarsson og Ragnar Axelsson, RAX. Pétur er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi og saman eiga þau tvö börn.

Nánar er fjallað um starfsferil Péturs í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.