Enn sem fyrr hafa margir áhyggjur af örlögum bókarinnar, en margir þykjast sjá þess enn fleiri merki en áður að hún eigi undir högg að sækja með uppgangi nýrrar fjölmiðlatækni, nýrra afþreyingarmiða og fálætis ungu kynslóðarinnar.

Nú er alls ekki allt á sömu bók lært í því, en undanfarin misseri hefur á alþjóðavettvangi mátt sjá ýmis merki þess að bókin hafi verið að sækja í sig veðrið á ný en lesvélar henti ekki öllum til alls lestrar þó nytsamar séu.

Hins vegar er merkilegt að skoða alþóðlegar tölur um útgefna titla. Þar kemur á daginn að Ísland er enn sem áður í fremstu röð… miðað við höfðatölu.