Bókaútgáfan Crymogea tapaði 2,3 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. Ári fyrr hafði félagið hagnast um 137 þúsund krónur.

Skuldir Crymogeu jukust talsvert milli ára og námu 83,2 milljónum króna í árslok samanborið við 71 millj­ón króna ári fyrr. Eignir jukust sömuleiðis um tíu milljónir króna milli ára og námu nú 81 milljón króna. Eigið fé fyrirtækisins var því neikvætt um 2,2 milljónir króna í lok ársins.

Allt hlutafé Crymogeu er í eigu Kristjáns B. Jónassonar.