Rio Tinto bókfærði 86 milljón dollara virðisrýrnun, jafnvirði 10,6 milljarða króna, vegna álversins í Straumsvík, ISAL, og skautverksmiðju í Hollandi samkvæmt nýbirtu uppgjöri Rio Tinto . Í uppgjörinu kemur fram að félagið hafi látið gera virðismat á verksmiðjunum þann 30. júní síðastliðinn þar sem bókfært virði verksmiðjunnar var lækkað.

Virðismatið komi í kjölfar þess að Norsk Hydro  hætti við kaup á álverinu í Straumsvík, 53% hlut í skautverksmiðju í Hollandi og 50% hlut í álflú­oríðverk­smiðju í Svíþjóð á 345 milljónir dollara. Norsk Hydro bar meðal annars við að dregist á fá samþykki fyrir þeim hjá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins þegar félagið hætti við kaupin í september í fyrra.

Rio Tinto bókfræði 98 milljón dollara virðisrýrnun, um 12 milljarðar króna á núvirði, á fyrri hluta ársins 2018 þar sem bókfært verð eignanna var lægra en kveðið var á um í kaupsamningnum. Virðisrýrnunin nú upp á 86 milljónir kemur til viðbótar við 98 milljón dollara virðisrýrnunina á síðasta ári, samanlagt 184 milljónir dollara, um 23 milljarða króna.

Rio Tinto á Íslandi var rekið með 5,5 milljarða króna tapi á síðasta ári en rekstrartekjur þess námu 69 milljörðum króna. Ekki er minnst á bilun sem varð í kerskála í Straumsvík í júlí í uppgjöri Rio Tinto, enda varð bilunin það eftir lok uppgjörstímabilsins. Talið er að margar vikur komi að koma verksmiðjunni aftur í fulla framleiðslu og kostnaður vegna þess hlaupi á milljörðum króna.

Álverið í Straumsvík er enn til sölu og er Glencore meðal annars sagt sýna álverinu áhuga.