Íslandspóstur ohf. á nú fimm dótturfélög og hlut í fjórum öðrum félögum. Félagið er alfarið í ríkiseigu en hefur keypt í öðrum félögum til að vega á móti samdrætti á hefðbundnum póstmarkaði. Síðast gekk fyrirtækið frá kaupum á Gagnageymslunni ehf. en Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í því að auka arðsemi félagsins.

Í ársreikningum Íslandspósts á árunum 2002-2011 er bókfærður eignarhlutur í matvælafyrirtækinu Norðlenska matborðið ehf. fyrir 66 þúsund krónur. Félagið framleiðir skinku, pepperóní og ýmislegt fleira matarkyns.

Í ársreikningum fyrir árin 2012 og 2013 er eignarhluturinn hins vegar ekki bókfærður. Ingimundur segir að eignarhluturinn hafi verið bókfærður svo lengi vegna þess að upplýsingar um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins árið 2003 hafi ekki borist til vitundar Íslandspósts fyrr en árið 2012, og eignarhluturinn þá afskrifaður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .