Eignarhaldsfélagið Fasteign bókfærir óbyggðar höfuðstöðvar Glitnis sem 2,6 milljarða virði. Engar líkur eru á að þær rísi. Félagið ætlar að skila ársreikningi í dag.

Eignarhaldsfélagið Fasteign bókfærir enn lóð, sem átti að hýsa nýjar höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand, eins og þær hafi verið byggðar, í ársreikningi sínum fyrir árið 2009. Þar kemur fram að virði lóðarinnar sé 2,6 milljarðar króna (16,7 milljónir evra). Það virði er hins vegar miðað við fullbyggða eign.

Endurskoðandi Fasteignar benti á þetta, án þess að gera fyrirvara, í ársreikningi fyrir árið 2008. Í áritun hans sagði að „ef ekki verður af framkvæmdum getur það haft veruleg áhrif á mat á bókfærðu verði lóðarinnar sem of eigin fé félagsins“. Engar áætlanir eru uppi um að byggja nýju höfuðstöðvarnar enda er Glitnir gjaldþrota og Íslandsbanki, sem var reistur á grunni hans, er ekki nærri eins umsvifamikil fjármálastofnun og fyrirrennari hans var.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .