*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 22. mars 2015 08:50

Bókun færir út kvíarnar

Ásthildur Skúladóttir, viðskiptastjóri Bókunar, segir fyrirtækið fá inn nýjan kúnna á hverjum degi.

Hlynur Jónsson
Ásthildur Skúladóttir, viðskiptastjóri Bókunar.
Haraldur Guðjónsson

Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustuna, hefur stofnað félagið Bókun International ehf. Fyrirtækið tók til starfa fyrir þremur árum en hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá og hefur fengið inn nýjan kúnna daglega það sem af er þessu ári, að sögn Ásthildar Skúladóttur, viðskiptastjóra fyrirtækisins.

Bókun var valin sem eitt af 30 bestu nýsköpunarfyrirtækjum í ferðatækniþjónustu á heimsvísu á Phocus Wright ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles í nóvember, en þar er um að ræða stærstu árlegu samkomuna í ferðatæknigeiranum.

„Síðan þá hefur áhugi á kerfinu aukist verulega erlendis frá. Í ljósi þess hefur verið stofnuð sérstök eining til að halda utan um erlendu starfsemina sem heitir Bokun International. Megináhersla Bókunar verður samt áfram á ferðaþjónustu á Íslandi, en á þessu ári hefur nýr ferðaþjónustuaðili tekið upp lausn fyrirtækisins á hverjum degi,“ segir Ásthildur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.