Algengt er að bökunarvörur hafi hækkað um 20% - 60% á milli ára og dæmi eru um allt að109% verðhækkun á Dansukker sykri á sama tíma.

Þetta kemur fram á vef ASÍ en matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 16. nóvember hefur hækkað um tugi prósentna frá sambærilegri könnun sem verðlagseftirlitið gerði fyrir ári síðan.

Fram kemur að flestar vörur sem skoðaðar voru í báðum könnunum hafa hækkað umtalsvert meira í lágvöruverðsverslununum en í þjónustuverslununum sem verð var kannað hjá. Sem dæmi má nefna að Dansukker sykur hækkaði að meðaltali um 80% í lágvöruverðsverslunum en um 36% í þjónustuverslunum í könnuninni. Smjörlíki hækkaði að meðaltali um 51% í lágvöruverðverslunum á milli kannana en um 13% í þjónustuverslunum. Jarðaberjasulta hækkaði um 25% að meðaltali í lágvöruverðsverslunum en um 18% í þjónustuverslunum og smjörvi hækkaði að meðaltali um 23% í lágvöruverðsverslunum en um 10% í þjónustuverslunum.

Mjólk er meðal þeirra vara sem hækkað hefur hvað minnsta á milli kannana, eða um 7% að meðaltali hjá lávöruverðsverslununum og um 4% hjá þjónustuverslununum.

Smjör, hveiti, og 70% súkkulaði hefur að meðaltali lækkað um eitt til fimm prósent í verði í lágvöruverðverslununum milli kannana en ásama tíma hafa þessar vörur hækkað að meðaltali um 2 – 13% í þjónustuverslununum.

Sjá nánar á vef ASÍ.