Jens Garðar Helgason, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að nú þegar höftin hafa verið afnumin sé brýnt að fjármagn flæði úr landi og að Seðlabankinn lækki vexti til að stemma stigu við gengishækkun krónunnar.

„Höftin hafa haft neikvæð áhrif á sjávarútveginn undanfarin átta ár,“ segir Jens Garð­ar. „Sjávarútvegsfyrirtækjum hefur verið erfiðara um vik að fjárfesta erlendis og sækja fjármagn á erlenda markaði. Afnám hafta liðkar fyrir eðlilegum viðskiptum og fjárfestingum milli landa og því er það mikið fagnaðarefni fyrir sjávarútveginn að höftin séu á bak og burt.

Nú þegar höftin hafa verið afnumin verður að eiga sér stað fjármagnsútflæði, t.d. í auknum erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna, svo að við náum að koma böndum á þetta mikla innflæði gjaldeyris sem er að hækka gengi krónunnar upp úr öllu valdi. Gengishækkun krónunnar er risavaxið vandamál fyrir sjávarútveginn líkt og aðrar útflutningsgreinar, enda er hún að þurrka út hagnað útflutningsfyrirtækja. Seðlabankinn verður að fara að lækka vexti til að halda aftur af þessari þróun,“ segir Jens Garðar.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .