Heildartekjur samstæðu A og B hluta ársreiknings sveitarsjóðs Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir árið 2016 náum 1.075 milljónum króna, sem er 13,6% hækkun frá fyrra ári. Heildartekjur A hluta voru 892 milljónir króna.

Skilaði kaupstaðurinn rekstrarafgangi sem nam 9,4 milljónum króna, en ef ekki er tekið tillit til fjármagnsliða var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 80,9 milljónir króna. Útgjöld samstæðureiknings A og B hluta jukust um 23.735 milljónir eða um 2,8% ef horft er til hækkunar á liðunum yfir laun og launatengd gjöld, annan rekstrarkostnað auk styrkja og framlaga.

Skuldir lækkuðu um 14 milljónir

Skuldir og aðrar skuldbindingar sveitarfélagsins námu 1.609 milljónum króna í lok síðasta árs, sem er lækkun um 14 milljónir króna frá árinu á undan. Skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur lækkað úr 136% árið 2015 niður í 119% á síðasta ári, og hefur það ekki verið lægra síðan byrja var að nota viðmiðið.

Ef einungis er horft til A hluta sveitarsjóðs sést að lækkunin er úr 132% árið 2015 niður í 101% árið 2016. Árið 2008 var skuldahlutfallið hins vegar 194%.

Veltufé frá rekstri jókst um nálega þriðjung á milli ára, eða um 32% og var það 105,3 milljónir króna á síðasta ári. Segir í fréttatilkynningunni að fjárhagsleg staða bæjarins hafi verið sterkari um áratugi skeið, sem bæti getu bæjarins til að fjárfesta í innviðum.