Gap
Gap
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heimsmarkaðsverð á bómull hefur meira en helmingast síðan það náði hæstu hæðum um miðjan apríl. Þá kostaði pundið af bómull rúma 2 dali en í upphafi þessarar viku kostaði pundið (454 grömm) 97,09 sent. Verðlækkunin hefur að stórum hluta komið á undanförnum þremur vikum því um mánaðarmótin kostaði pundið 161,41 sent og hafði verð þá verið stöðugt um meira en mánaðarskeið. Þann 6. júlí sl. kostaði pundið 155,4 sent en lækkaði svo í tveimur stökkum um tæp 40 sent.

Verði verðlækkunin varanleg má ætla að hún skili sér í lægra verði á fatnaði og annarri vefnaðarvöru sem bómull er meginuppistaðan í. Verðlækkun hráefna er þó lengi að skila sér út í endanlega vefnaðarvöru þar sem langt framleiðsluferli á sér stað áður en bómull verður að þræði.