The Circle show, rokkhljómsveit Bon Jovi hafði mestar tekjur allra rokkhljómsveita af tónleikahaldi á árinu 2010 samkvæmt úttekt tónlistarviðskiptaútgáfu Pollstar.

Þénaði kappinn og hljómsveit hans samtals 201,1 milljón dollara á tónleikahaldi á árinu eða sem svarar rúmum 23,5 milljörðum íslenskra króna.

Ástralska rokksveitin AC/DC var í öðru sæti með litlar 117 milljónir dollara. Hljómsveitin U2 sem var í efsta sæti yfir tekjuhæstu tónleikahljómsveitirnar 2009 lenti nú í þriðja sæti með selda aðgöngumiða fyrir skitna 160,9 milljónir dollara.

Í fjórða sæti var svo Lady Gaga og Metallica var í fimmta sæti.