Ánægjulegur slagur upphófst í morgun hjá olíufélögunum hér á landi í tilefni bóndadagsins. Þá reið Skeljungur á vaðið með því að bjóða 10 krónu afslátt á eldsneyti, en eingöngu ef það væri keypt af konum. Olli þetta nokkurri óánægju meðal karlpenings í hópi viðskiptavina Skeljungs. Voru forsvarsmenn N1 þá snöggir til og lækkuðu verðið hjá sér líka um 10 krónur, - en bæði fyrir konur og karla.   Var sjálfsafgreiðsluverðið  hjá N1 á Engihjalla komið í 132,90 krónur lítrinn af 85 oktana bensíni og 156,40 krónur lítrinn á dísilolíunni. Nú hefur Skeljungur endurskoðað sitt tilboð og bíður nú afslátt í allan dag fyrir alla, jafnt konur sem karla. Gildir tilboðið á öllum bensínstöðvum Skeljungs um allt land.