Eftir óformlega könnun Viðskiptablaðsins kemur í ljós að það eru ekki allir jafn uppteknir af þessum degi og blómabúðir landsins og karlanærfatadeildin í Debenhams.

Guðmundur Pálsson.
Guðmundur Pálsson.

„Ég er bara ekkert að pæla í þessu. Mér leiðist bóndadagurinn. Nema maturinn á RÚV í dag. Hann er fínn.“ Segir Guðmundur Pálsson, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu.

Stefán Máni
Stefán Máni

Stefán Máni rithöfundur var ekki hinn jákvæðasti út í daginn: „Ég er Gísli á Uppsölum. Bóndadagurinn gerir ekki annað en að undirstrika einsemd og ömurlegheit allra hinna daganna.“

Örn Úlfar Sævarsson.
Örn Úlfar Sævarsson.

Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður á Fíton, er ekki sáttur við breytinguna sem verður í matvörubúðum landsins þegar þorrinn gengur í garð: „Það versta við bóndadaginn er að hann markar upphaf þorrans. Bróðurpartinum af matnum er rutt úr fisk- og kjötborðum verslana í staðinn fyrir eitthvað grátt, súrt og slímugt. Þetta skýrir líka mikla blómasölu þennan dag - til að slá á óþefinn.“