Sigurður Örn Hilmarsson varð á dögunum meðeigandi í lögmannsstofunni Rétti eftir að hafa starfað þar sem lögmaður í fimm ár.

“Hluti af málunum okkar fer í réttindagæslu fyrir hælisleitendur, öryrkja og aðra hópa sem hafa farið halloka í samfélaginu. Þannig að fyrir hádegi er ég kannski að vinna í slíku máli og eftir hádegi fer ég beint í að vinna að lánasamningum fyrir stór alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Það er lögð áhersla á þetta hjá Rétti, að hafa verkefnin fjölbreytt.”

Sigurður Örn er búsettur á Seltjarnarnesi, er kvæntur og á tvö börn. Utan starfsins á hann vægast sagt sérkennilegt áhugamál en hann er, ásamt tengdaföður sínum, sauðfjárbóndi í frístundum. “Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og að borða góðan mat, þannig að þetta er svolítið komið þaðan,” segir Sigurður um uppruna áhugamálsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .