Fyrstu vísbendingarnar, veikar að vísu, virðast vera að koma fram um að stóru viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, séu hættir að sanka að sér gjaldeyri, þ.e. að selja krónur fyrir erlenda mynt.

Bankarnir þrír hafa aukið gjaldeyriseign sína (til varnar á eigin fé) gríðarlega á undanförnum 12 mánuðum og nú í maí var hún komin í rúma 780 milljarða eða meira en 60% af landsframleiðslu Íslands. Þetta er alger sprenging því í lok maí í fyrra var gjaldeyrisjöfnuður þeirra jákvæður um 230 milljarða króna og hafði því aukist um 550 milljarða.

Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands var gjaldeyriseign bankanna nú í lok maí 777 milljarðar en meðaltalsstaðan í mánuðinum var aftur á móti um 783 milljarðar króna sem bendir þá til þess að þeir hafi látið af hendi gjaldeyri fyrir krónur seinni hluta mánaðarins

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .