Í mars 2010, tveimur mánuðum áður en greint var frá fyrsta björgunarpakkanum, námu kröfur evrópskra banka á gríska ríkið og grísk fyrirtæki 134 milljörðum evra. Í september 2013 voru þær komnar niður í 13 milljarða og hafa aukist eilítið síðan þá. Stór hluti af „björgunarfénu“ var því með einum eða öðrum hætti notaður til að minnka áhættu evrópskra banka af Grikklandi.

Stórkostlegasta breytingin varðar franska banka, sem árið 2009 áttu grískar kröfur að fjárhæð 79 milljarðar evra, en í fyrra var þessi tala komin niður í tæpa tvo milljarða. Þýskir bankar fóru líka vel úr þessari þróun, því kröfur þeirra á Grikkland duttu úr u.þ.b. 45 milljörðum evra niður í 13 milljarða á sama tíma.

Pistlahöfundurinn Óðinn fjallar um stöðu mála í Grikklandi og fjárhagslegar björgunaraðgerðir í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .