Björn Þorri Viktorsson, héraðsdómslögmaður, löggiltur fasteignasali og formaður Félags fasteignasala, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að reynsla hans sýni að bönkunum sé ekki treystandi til að taka yfir hlutverk Íbúðalánasjóðs.

Bendir Björn á meinta aðför þeirra að Íbúðalánasjóði og íslensku krónunni. Þá bakki þeir út af markaðnum þegar harðni á dalnum.

Björn segir að auk þess séu bankarnir hringinn í kringum borðið sem kaupendur og seljendur á markaði og líka yfir því sem ráðgjafar. Þá telur hann að greiningardeildir bankanna hafi farið offari í að tala niður fasteignamarkaðinn og Félag fasteignasala sé því að setja á fót eigin greiningardeild sem ætlað er að gefa réttari mynd af stöðunni á hverjum tíma.

"Það er t.d. mjög merkilegt að velta því fyrir sér að bankarnir eru sjálfir þátttakendur á markaði sem er svo lítill að þeir í krafti stærðar sinnar geta stjórnað mjög auðveldlega. Það er eitthvað sem mér finnst afskaplega lítið rætt um opinberlega.

Víða erlendis þurfa aðilar á hlutabréfamarkaði að tilkynna það með kannski sex eða tólf mánaða fyrirvara ef þeir hyggjast kaupa í tilteknum félögum. Þeim er óheimilt að vera sjálfir þátttakendur á markaðnum eins og hér viðgengst."

Sjá ýtarlegt viðtal í Viðskiptablaðinu í dag.