Líkur eru á að tveir nýir bankar muni hefja starfsemi í Reykjanesbæ á næstunni en Byr hefur þegar tilkynnt um stofnun útibús í bænum, eins og fram hefur komið á vb.is, og þá mun MP banki vera að skoða möguleika á opnun útibús þar. Morgunblaðið hefur eftir Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra MP banka, að bankinn sjái möguleika á að ná fótfestu í Reykjanesbæ í kjölfar yfirtöku Landsbankans á SpKef.

Sparisjóðurinn fallni var með meira en helmingsmarkaðshlutdeild í Reykjanesbæ og ku margir viðskiptavina SpKef vera mjög óánægðir með að Landsbanki skuli taka starfsemina yfir.