Standard Chartered og fleiri bankar hafa lokað nokkrum útibúum í Hong Kong vegna mótmæla sem fara nú fram í borginni. Hafa þúsundir mótmælenda komið sér fyrir utan við stjórnarbyggingar til þess að knýja fram lýðræðisumbætur. BBC News greinir frá.

Óeirðarlögregla beitti táragasi á mótmælendur í gær til þess að rýma mótmælabúðirnar. Bankarnir hafa lokað útibúum og hraðbönkum á svæðinu. Mörg fyrirtæki hafa ennfremur sagt starfsfólki sínu að vinna heiman frá eða á skrifstofum fjarri mótmælasvæðinu.