Í byrjun september greiddu bankar og sparisjóðir í fyrsta sinn aukaálag eða svokallað áhættuvegið iðgjald í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.

Höfuðstöðvar Byr
Höfuðstöðvar Byr
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út sérstaka áhættustuðla á allar innlánsstofnanir á Íslandi, þ.e á stóru viðskiptabankana þrjá, Byr, MP banka og svo sparisjóðina. Þótt ríkið ábyrgist að fullu, að minnsta kosti enn sem komið er, allar innistæður, þætti sjálfsagt mörgum ekki alveg ónýtt að fá að vita hvaða áhættustuðul viðskiptabanki þeirra hefur fengið hjá FME.

Þær upplýsingar liggja hins vegar ekki á lausu, að minnsta kosti enn sem komið er enda telur FME sig ekki geta upplýst um áhættustuðul hvers banka eða sparisjóðs fyrir sig. Aftur á móti má vera að einhverjir bankanna – og þá væntanlega þeir sem koma best út – muni kjósa að upplýsa almenning um áhættustuðul sinn.

Viðskiptablaðið bíður einmitt svara frá stærstu bönkum um það hvort þeir vilja gefa upp áhættustuðul sinn eða ekki.

Nánar má lesa um áhættueinkunn innlánsstofnana í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.