Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv hefur það eftir Bengt Braun, forstjóra fjölmiðasamsteypunnar Bonnier, að þeir hafi áhuga á að skoða Orkla Media.

Sem kunnugt er eru fjölmargir aðilar að skoða kaup á Orkla Media þessa daganna en Dagsbrún er meðal þeirra aðila sem hafa lýst yfir áhuga sínum.

Í viðtali við blaðið segir Braun að Orkla hafi yfir að raða mjög athyglisverðri dreifingu á starfsemi sinni sem geti verið áhugavert að skoða. Braun segir að Bonnier fylgist með af nákvæmni enda margt í starfsemi Orkla sem fali að þeirra starfsemi.

Breska fyrirtækið Apax Partners og bandaríski sjóðurinn Providence Equity Partners hafa beðið um að fá að skoða gögn sem ráðgjafar Deutsche Bank hafa tekið saman. Það sama hafa Goldman Sachs Capital Partners og Mecom gert. Einnig hafa Nordic Capital, Cinven og 3i verið nefnd í þessu sambandi en frétt Dagens Næringsliv er ekki minnst á Dagsbrún.