Fjórtán hundruð fermetra Bónusverslun var opnuð í Spöng í Grafarvogi í dag kl. 10. Boðið er upp á fjölda opnunartilboða í tilefni dagsins. ,,Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við erum að opna mun fyrr en við áætluðum í fyrstu," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, en verslun fyrirtæksins í Spönginni í Grafarvogi verður opnuð í dag, föstudag, klukkan 10.

Eftir breytingarnar er verslunin um 1.400 fermetrar og með 9 afgreiðslukassa. Gamla verslunina var um 680 fermetrar og með 5 afgreiðslukassa.

"Öll aðstaða er loksins til fyrirmyndar og okkur vonandi til sóma, fyrstipláss hefur margfaldast, grænmetið komið í gott kælirými, mjólk og kjöt fá miklu meira pláss og nú getum við í fyrsta skipti boðið upp á sérvöruna okkar í Spönginni," segir Guðmundur í frétt inni á heimasíðu Bónus.