Deutsche Bank birti í dag árskýrslu fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði tapi í ársuppgjöri sem nemur 6,8 milljörðum evra, en þetta er fyrsta tap bankans á ársgrundvelli síðan árið 2008.

Í skýrslunni kemur fram að bónusar til starfsmanna lækkuðu um 17% á síðasta ári, samanborið við ári áður. Heildarupphæð kaupauka til starfsmanna nam 2,4 milljörðum evra á árinu. Þrátt fyrir það jókst heildar launakostnaður bankans um 5% milli ára, en starfsmönnum fjölgaði um þrjú þúsund milli ára.

Forstjóri bankans er John Cryan, en hann tók við í júlí sl. af Anshu Jain. Við birtingu skýrslunnar sagði Cryan að erfiðar aðstæður á fjármagnsmörkuðum hefði haft áhrif á afkomu bankans. Hann sagði einnig að fyrsti ársfjórðungur þessa árs hefði verið erfiður fyrir geirann í heild og að Deutsche Bank væri engin undantekning frá því.