Meðal kaupaukar á síðasta ári hjá starfsfólki í verðbréfaiðnaði í New York námu um 184 þúsund dölum, eða um 23,5 milljónir króna. Það er ríflega 10% hækkun frá fyrra ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fjármálaeftirliti New York fylkis í dag. Reuters segir frá.

Bónusgreiðslur fyrir rekstrarárið 2020 námu alls 31,7 milljörðum dala, sem er 6,8% hækkun frá rekstrarárinu 2019 þegar upphæðin nam 29,7 milljörðum dala. Í skýrslu eftirlitisins er vöxturinn sagður einstakur eftir mikla niðursveiflu. Bónusgreiðslur lækkuðu um 33% árið 2001 í kjölfar 9/11 hryðjuverkárásarinnar. Einnig lækkuðu þær um 47% í fjármálahruninu árið 2008.

Thomas DiNapoli, gjaldkeri (e. Comptroller) New York fylkis, segir að kaupaukarnir hafi verið umfram allar væntingar.

„Fyrstu spár sem gerðu ráð fyrir skelfilegu ári á fjármálamörkuðum, en breyttust skyndilega vegna mikils uppgangs í sölutryggingum, sögulega lágum stýrivöxtum og aukningu viðskipta á kvikum mörkuðum,“ er haft eftir DiNapoli.