Meðal-kaupaukagreiðslur til starfsmanna í fjármálahverfi New York borgar, Wall Street, lækkuðu um 9% á árinu 2015 og hafa ekki lækkað jafn mikið á einu ári síðan árið 2011. Kaupaukagreiðslur eru þar að meðaltali um 146.200 bandaríkjadollarar eða tæplega 19 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá fjármálastjóra New York borgar.

Heildarkaupaukagreiðslur námu 25 milljörðum bandaríkjadollara á síðasta ári eða um 3.225 milljörðum íslenskra króna en þær lækkuðu um 6% á milli ára. 4.500 ný störf bættust við í fjármálahverfi New York borgar en samanlagður hagnaður verðbréfamiðlanafyrirtækja í borginni minnkuðu um 1,7 milljarð bandaríkjadollara í 14,3 milljarða dollara eða um 1.845 milljarða íslenskra króna.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir kaupaukagreiðslur starfsmanna á Wall Street frá árinu 1986:

Bónusar á Wall Street
Bónusar á Wall Street