Lloyd C. Blankfein, bankastjóri Goldman Sachs, fær alls 12,4 milljónir dala í bónusgreiðslur fyrir síðasta ár. Upphæðin er 35% lægri en fyrir árið áður, þegar hann fékk greidda 19,1 milljón dala.

Fram kemur í frétt Bloomberg að upphæð bónusgreiðslunnar hafi verið ákveðin eftir að tekjur bankans drógust saman um 47% og hlutabréfaverð lækkaði um 46%.

Þó greiðslan sé hærri en árið 2008, þegar Blankfein og aðrir stjórnendur fengu ekkert greitt aukalega, þá er hún lítill hluti bónusgreiðslunnar fyrir árið 2007. Þá fékk bankastjórinn 67,9 milljónir dala. Það jafngildir um 8,6 milljörðum króna.