Helstu forstjórar Evrópu munu að meðaltali tvöfalda laun sín vegna bónusgreiðslna á síðasta ári samkvæmt nýrri könnun sem Wall Street Journal segir frá í dag. Þrátt fyrir að hagnaður dragist saman munu sum fyrirtæki þurfa að greiða háar bónusgreiðslur. Könnunin sýnir að helstu stjórnendur í Evrópu voru að meðaltali með 1,2 milljón evrur í árslaun á árunum 2008 eða 2009 sem sé álíka há upphæð og þeir þáðu í bónusgreiðslur.

Könnunin náði til hundrað stærstu fyrirtækja í Evrópu. Þar kemur fram að þrátt fyrir að laun æðstu stjórnenda séu nú hóflegri en áður er útlit fyrir að gagnrýni aukist á árlegar bónusgreiðslur. Ástæðan er meðal annars sú að þau markmið sem sett voru miðuðu við meiri niðursveiflu í hagkerfum Evrópu en varð. Því gæti farið svo að bónusgreiðslur verði hámarki því þær tóku mið af verra efnahagsástandi en varð.