Boot Camp mun á morgun, laugardag, flytja í nýtt 1.400 fermetra húsnæði í Elliðaárdal. Í tilkynningu frá Boot Camp kemur fram að mikil eftirvænting hafi verið eftir nýju húsnæði og nú er loks komið að flutningum.

Í nýjum höfuðstöðvum verður boðið upp á Boot Camp, CrossFit, barna- og unglinganámskeið, líkamsrækt fyrir ófrískar konur, lyftingasal, teygju- og jógatíma, barnapössun og margt fleira. Þá verður jafnframt boðið verður upp á úrval heitra og kalda drykkja og léttar veitingar eftir æfingar.

„Við sprengdum núverandi húsnæði af okkur fyrir um tveimur árum. Við höfum í gegnum tíðina stigið varlega til jarðar en aukin aðsókn og stöðugur vöxtur kallar nú á mun stærra húsnæði,“ segir Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp í tilkynningunni.

„Svæðið í Elliðaárdal bjóða upp á óteljandi möguleika til útivistar og æfinga. Það verður því kjörið fyrir þá sem eiga leið um dalinn, hvort sem er gangandi, hlaupandi eða hjólandi að staldra við í Boot Camp og fá sér léttar veitingar. Hingað eru allir velkomnir og andrúmsloftið í húsinu er spennandi fyrir alla.“

Húsnæði Boot Camp í Elliðaárdal er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, athafnamanns sem meðal annars á og rekur Subway á Íslandi. Þá kemur fram að með flutningunum á morgun eykst starfsemi Boot Camp nokkuð með tilheyrandi fjölgun viðburða og tímum í stundaskrá, fjölgun starfsfólks og aukinni þjónustu.

Flutningarnir fara fram í fyrramálið. Eftir flutningana, 11:00, mun tveir íþróttafræðinemar við Háskólann í Reykjavík klára síðasta daginn í 100 daga söfnun sinni til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.

Söfnunin gengur út á það að gera svokallaða burpees (súperfroska) á hverjum degi í 100 daga (1 á fyrsta degi, 2 á öðrum degi o.s.frv.) Hér má sjá nánar um söfnunina á Facebook síðu átaksins :

Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason, stofnendur og eigendur Boot Camp.
Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason, stofnendur og eigendur Boot Camp.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason, stofnendur og eigendur Boot Camp.