Borders
Borders
Bandaríska bóksalakeðjan Borders mun á næstunni loka öllum búðum sínum en þær eru 399 talsins. Talið er að búðunum verði lokað í lok september. Þá mun öllum 10.700 starfsmönnum keðjunnar vera sagt upp. Í janúar 2010 voru Borders verslanir rúmlega 500 og átti fyrirtækið um 175 verslanir undir öðrum vörumerkjum.

Borders varð gjaldþrota fyrr á árinu og tókst stjórnendum þess að tryggja áframhaldandi rekstur. Síðustu tölur afkomu fyrirtækisins sína að Borders tapaði tæplega  þremur milljörðum dollara árið 2009. Skuldir fyrirtækisins voru umtalsverðar og á mjög háum vöxtum.