Veitingastaðurinn Borðið hefur hætt rekstri sínum og munu nýir aðilar á næstu vikum taka við húsnæði veitingastaðarins að Ægisíðu 123 og hefja þar veitingarekstur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á Facebook-síðu Borðsins.

Nú nýlega fékk Borðið vínveitingaleyfi, en það ferli reyndist staðnum ansi strembið. Til marks um það liðu 724 dagar áður en Reykjavíkurborg samþykkti loks að veita staðnum leyfið.

Í yfirlýsingunni kemur fram að ákvörðun Reykjavíkurborgar um synja staðnum um sölu á léttvíni og bjór hafi vegið þyngst í þeirri ákvörðun um að loka staðnum.